Atvinnulíf

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tók fimm mánuði að byrja að tala ís­lensku

„Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Gæðasamtöl við dótturina, mömmu eða vin­konu á leið í vinnu

Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Verði Tryggingum, nýtir tímann vel á leiðinni til vinnu á morgnana. Því þá á hún góða gæðastund með dótturinni í bílnum og eftir að hafa skutlað henni í skólann, hringir hún oft í vinkonu eða mömmu sína og tekur stutt spjall.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Spennu­þrungin sigling Mottumarssokkana til Ís­lands dæmi um hvað margt getur komið upp

„Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„What do you mean by shit-mix, are you mixing the shit?“

„Jú auðvitað kenndi ég þeim líka að skítamixa stundum. Því í öllum flóknum verkefnum má gera ráð fyrir að á einhverjum tímapunkti þurfi eitthvað skítamix og þar erum við Íslendingar einfaldlega heimsmeistarar,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar og hlær.

Atvinnulíf